Dagforeldrar

Daggæsla barna í heimahúsum

Með daggæslu barna í heimahúsum er átt við gæslu barna á tímabilinu frá kl. 7:00 til 19:00 á virkum dögum í íbúðarhúsnæði dagforeldris.

Um starfsemina gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum . Sækja þarf um leyfi til félagsmálaráðs Grindavíkur til að annast daggæslu barna í heimahúsum.

Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri á skrifstofu bæjarins eða í síma 420 1100

 

 

 

 

Starfandi dagforeldrar í Grindavík eru eftirfarandi:

- Erla Rut Jónsdóttir, Vesturhópi 27 - Sími 865 8381 / 426 8301
- Mánakot, Íris Elfa Aðalgeirsdóttir, Mánagötu 7 - Sími 554 1182 / 8651954
- Krílakot, Dagmar Marteinsdóttir og Harpa Guðmundsdóttir, Hraunbraut 3a - Sími 697 4494 / 864 8477
- Tracy Vita Horne, Gerðavellir 15, 240 Grindavík - Sími 426 7502.

Niðurgreiðslur vegna daggæslu hækkuðu um 33% áramótin 2013-2014. Í bókun kemur fram að gjaldskrá dagforeldra er frjáls og kemur niðurgreiðslan til lækkunar á þeirra gjaldskrá. Bæjarstjórn hvetur dagforeldra til að gæta hófs í hækkun á gjaldskrám sínum samfara hækkun sveitarfélagsins á niðurgreiðslu vegna þjónustu dagforeldra. Upphæð niðurgreiðslu var hækkuð á ný 1. september 2016.

Upphæðir niðurgreiðslu er eftirfarandi:

Tímafjöldi Einstæðir foreldrar Hjón/sambúðarfólk
1 8.125 6.875
2 16.250 13.750 
3 24.375 20.625 
4 32.500 27.500 
5 40.625 
34.375 
6 48.750 41.250 
7 56.875 
48.125 
8 65.000 55.000

Þegar börn ná 18 mánaða aldri hækka niðurgreiðslurnar og þurfa foreldrar þá aðeins að greiða jafnhátt mánaðargjald og greitt er á leikskóla. Þessi kjör eiga þó aðeins við ef barnið er á biðlista eftir leikskólaplássi.

Þessi síða var síðast uppfærð 15.09.2016

 

Grindavík.is fótur