Bryndís Gunnlaugsdóttir (B)

 • 17. júní 2010
Bryndís Gunnlaugsdóttir (B)

Bryndís Gunnlaugsdóttir er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn síðan 2010. Bryndís er í veikindaleyfi frá og með 1. júní 2015 til 31. maí 2016. Varamaður hennar er Páll Jóhann Pálsson.

Netfang : bryndisgunnlaugs@grindavik.is
Sími: 898 5373

Fólki er frjálst að hafa samband, bæði með því að hringja eða með tölvupósti. Bryndís er ekki með fasta viðtalstíma en hægt er að panta viðtalstíma með því að senda tölvupóst til Bryndísar á netfangið bryndisgunnlaugs@grindavik.is . Tilgreinið jafnframt um erindið.

Bakgrunnur:
Fædd og uppalin í Grindavík, dóttir hjónanna Gunnlaugs Jóns Hreinssonar og Láru Marelsdóttur. Lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og BA-gráðu og meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Starfaði með námi hjá Útlendingastofnun, var í starfsnámi hjá Héraðsdómi Reykjaness og lærlingur á lögfræðistofu Stanzler, Funderburk & Castellon LLP í Los Angeles. Starfaði sem lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði PricewaterhouseCoopers eftir útskrift. Starfar í dag sem lögfræðingur hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Hefur víðtæka reynslu af félagsmálum s.s. innan körfuboltahreyfingarinnar, ELSA, félags laganema í Evrópu og ókeypis lögfræðiþjónustu Lögréttu fyrir innflytjendur. Hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Framsóknarflokksins og var formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.

Samhliða því að sitja í bæjarstjórn situr Bryndís í bæjarráði, stjórn Úrvinnslusjóðs, stjórn Samtaka orkusveitarfélaga og er varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd, Kvikunni, Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs ehf. og Lánasjóði íslenskra sveitarfélaga ohf.

Áhugamál:
Þjóðfélagið og hið dagsdaglega líf enda snúast stjórnmál um lífið sjálft. Íþróttir og þá sérstaklega körfubolti og hið klassíska að ferðast og eiga góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum.

Til heimilis: Hólavellir 18, 240 Grindavík.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir 11

Kroppast úr knattspyrnuliđi Grindvíkinga

 • Íţróttafréttir
 • 17. október 2018

Leikskólakrakkar í heimsókn í tónlistarskóla

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. október 2018

Atvinna - Byggingarfulltrúi

 • Fréttir
 • 11. október 2018

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

 • Íţróttafréttir
 • 11. október 2018

Börnin í fyrsta bekk fengu gefins körfubolta

 • Grunnskólafréttir
 • 10. október 2018

Leikskólakörfuboltaćfingar hefjast í dag

 • Íţróttafréttir
 • 9. október 2018

Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins

 • Íţróttafréttir
 • 8. október 2018