Reynum ađ koma til móts viđ alla

  • Bókasafnsfréttir
  • 16. desember 2015
Reynum ađ koma til móts viđ alla

Í apríl síðastliðinn flutti ég til Grindavíkur með fimm börn og mann til að taka við starfi forstöðumanns bókasafnsins. Í upp-hafi vorum við ekki viss um hvort við ættum að flytja, eða hvort ég myndi keyra á milli, en eftir að hafa komið og skoðað bókasafnið, keyrt um bæinn og fengið upplýsingar um allt það góða íþróttastarf sem er í boði fyrir börn og unglinga hér, sammæltumst við fjölskyldan um að gefa þessu tækifæri, það væri jú alltaf hægt að flytja til baka í borgina ef þetta gengi ekki upp.

Núna, átta mánuðum seinna, má segja að meðgöngunni sé lokið. Við erum öll afskaplega ánægð hér og höfum fengið virkilega góðar viðtökur, bæði í leik og starfi. Einnig er ég afar heppin með samstarfsfólk og yfirmenn og get ég með sanni sagt að Grindavíkurbær og ekki síst bókasafnið, sé skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. 

Á safninu vinnum við í náinni samvinnu við kennara og nemendur grunnskólans og reynum að koma til móts við þarfir þeirra ólíku hópa sem leynast innan skólans. Það eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi hér, sama hvort þú vilt lesa ævisögur, spennusögur, ævintýri, fantasíur, útópíur eða dystópíur (sem er eftirlætis bókmenntastefna undirritaðrar) og við reynum að koma til móts við fólk með sérþarfir með að kaupa hljóðbækur, bækur með stóru letri og léttlestrarbækur.

Einnig bjóðum við nemendum upp á aðstöðu til að læra og sinna hópverkefnum, aðstoðum við val á lesefni og heimildum, höldum kynn-ingar á nýjum bókum og stöndum fyrir því að höfundar komi og lesi upp úr verkum sínum.
Í vetur hefur safnið verið opið frá kl. 8 fyrir nemendur, kl. 10 fyrir almenning til kl. 18 og frá 10-14 á laugardögum í vetur. Um áramót verður laugardagsopnunin felld niður vegna afar dræmrar aðsóknar. 

Almenningshluti safnsins er auðvitað líka fyrir alla, sama hvaða smekk og þarfir fólk hefur og höfum við reynt að koma til móts við notendur safnsins, meðal annars með því að taka við uppástungum um bækur til innkaupa, fá lán-aðar bækur á pólsku og tagalog hjá öðrum söfnum, kaupa inn enskar kiljur og eins reynum við að vera með puttann á púlsinum í innkaupum á nýjum bókum. 

Það síðastnefnda hefur meðal annars skilað sér í því, að ekki komu allar „jólabækurnar" í einu flóði, heldur vorum við farin að fá þær í hús um miðjan nóvember, sem skilaði sér vonandi í styttri biðtíma eftir nýjum bókum. 

Við bjóðum háskólanemum einnig upp á aðgang að lesverunum okkar, Guðbergsstofu og Sigrúnarstofu, og hafa þær verið vel nýttar, sérstaklega í enda annarinnar þegar allir eru á kafi í verkefnavinnu og prófum.

Safnið reynir að taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins og mun verða með sýningu á verkum tveggja listamanna í næstu Menningarviku. Þeir kenna sig báðir við listformið „popplist" og verður sennilegast haldið námskeið í teiknimyndagerð í tengslum við Menningarvikuna, en það á eftir að staðfesta endanlega hjá námskeiðshaldara og verður auglýst á heimasíðu og facebook síðu safnsins. 

Bókasafnið er líka í samstarfi við hin bókasöfnin á Suðurnesjum um kynningu á bókmenntaarfinum og í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt, hefur verið einblínt á kvenkyns rithöfunda í þessu verkefni. 
Í október var Auður Ava Ólafsdóttir með kynningu í Vogunum, Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur hélt fyrirlestur um barna-bókmenntir á bókasafninu í Garði og Ragnhildur Thorlacius fréttamaður fjallaði svo um bók sína um Brynhildi Georgíu Björnsson á bókasafninu í Sandgerði. Það verður svo auglýst með vorinu hver kemur til okkar sem hluti af þessu verkefni. 

Andrea Ævarsdóttir
forstöðumaður Bókasafns Grindavíkur

 

Betra en vera heima

Við fengum tvo nemendur úr skólanum til að svara örfáum spurningum um safnið. Þær Ólafía Elínborg Stefánsdóttir og Amelia Rún Vilhelmsdóttir eru nemendur í 9. bekk sem nota safnið talsvert mikið.
Af hverju komið þið á bókasafnið?
Ó: Það er kósí og rólegt.
A: Það er ekki mikill hávaði.
Eru þið duglegar að nota safnið til að læra?
A: Já, það er betra en að vera heima.
Ó: Já, það er betra en að vera í stofunni því það er oft hávaði í hinum krökkunum.
Er eitthvað við safnið sem þið mynduð vilja breyta?
Ó: Rauða litnum! Hillurnar og veggurinn ættu að vera karrígul!
A: Stólarnir eru harðir, gott að fá mýkri stóla.
Ó: Fleiri grjónapúðar væru líka góðir.
A: Fleiri lesstofur hefðu líka verið góð hugmynd.
Hvernig bækur finnst ykkur skemmtilegast að lesa?
Ó: Spennubækur og fróðleiksbækur eins og 30 undur veraldar.
A: Urban fantasies sem eru um varúlfa og vampírur.

 

Greinin birtist fyrst í Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Bókasafnsfréttir / 31. janúar 2023

Laus störf: Starfsmađur á Bókasafni Grindavíkur

Bókasafnsfréttir / 10. nóvember 2022

Kynhlutlaust mál og hlutlaus persónufornöfn

Bókasafnsfréttir / 6. desember 2021

Rithöfundakvöld í Kvikunni

Bókasafnsfréttir / 16. ágúst 2021

Sumarlestri lokiđ

Bókasafnsfréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiđja, sirkusnámskeiđ og sumarlestur

Bókasafnsfréttir / 14. júní 2021

BMX brós í Grindavík 16. júní

Bókasafnsfréttir / 18. maí 2021

Sumariđ 2021 í menningarhúsunum í Grindavík

Bókasafnsfréttir / 14. apríl 2021

Lífsins litir

Bókasafnsfréttir / 2. mars 2021

Tilslakanir á sóttvarnarreglum

Bókasafnsfréttir / 8. desember 2020

Afgreiđslutími um jól og áramót

Bókasafnsfréttir / 6. október 2020

Bókasafniđ á tímum COVID-19

Bókasafnsfréttir / 30. september 2020

Sögur - Heimurinn ţinn

Bókasafnsfréttir / 8. júní 2020

Sumartími á bókasafni

Bókasafnsfréttir / 27. apríl 2020

Opnum á ný 4. maí

Bókasafnsfréttir / 18. mars 2020

Rafbókasafniđ

Bókasafnsfréttir / 13. mars 2020

Tilkynning vegna COVID-19

Bókasafnsfréttir / 6. mars 2020

Uppfćrt! Verkfalli aflýst!


Nýjustu fréttir

Sumariđ er á nćsta leiti!

  • Bókasafnsfréttir
  • 23. maí 2023

Gjaldskrá bókasafns Grindavíkur 2023

  • Bókasafnsfréttir
  • 4. janúar 2023

Nýtt bókasafnskerfi!

  • Bókasafnsfréttir
  • 9. maí 2022

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Bókasafnsfréttir
  • 2. september 2021

Grindavíkurmćr sigursćl í Sögum

  • Bókasafnsfréttir
  • 1. júlí 2021

BMX brós viđ bókasafniđ í dag

  • Bókasafnsfréttir
  • 16. júní 2021

Sumarlestur bókasafnsins

  • Bókasafnsfréttir
  • 9. júní 2021

Przydatne informacje w języku polskim

  • Bókasafnsfréttir
  • 1. júní 2021

Dr. Bćk á bókasafninu!

  • Bókasafnsfréttir
  • 27. apríl 2021

Afgreiđslutími í Dymbilviku

  • Bókasafnsfréttir
  • 23. mars 2021

Vasaljósalestur

  • Bókasafnsfréttir
  • 8. febrúar 2021