Bćjarlistamađur

Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Grindavíkur

1. Bæjarstjórn Grindavíkur, eftir tilnefningu frá Menningar- og bókasafnsnefnd, veitir ár hvert listamanni sem búsettur er í Grindavík nafnbótina Bæjarlistamaður Grindavíkur. Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins ár hvert. Upphæð styrks skal koma fram þegar auglýst er eftir bæjarlistamanni.

2. Menningar- og bókasafnsnefnd auglýsir eftir umsóknum í upphafi hvers árs. Umsóknum skal skilað fyrir 10. febrúar ár hvert. Bæjarlistamaður skal tilnefndur í menningarviku bæjarins, sem haldin er í mars ár hvert, og skal bera tiltilinn í eitt ár.

3. Listamenn, sem hafa framfæri af list sinni að einhverju eða öllu leyti og hafa búið í Grindavík um tveggja ára skeið, eiga rétt á að sækja um nafnbótina og starfsstyrkinn hverju sinni. Í umsókninni skal koma fram á hvern hátt listamaðurinn hugsi sér að láta Grindvíkinga njóta listar sinnar.

4. Þegar umsóknir eru metnar skal tekið mið af þeim viðurkenningum sem umsækjanda hafa hlotnast og útbreiðslu verka hans.

5. Í umsókn skal koma fram á hvern hátt listamaður hugsi sér að láta sveitarfélagið og íbúa þess njóta listar sinnar. Það getur t.d. verð með sýningar- eða tónleikahaldi, samstarfi við félög bæjarins og skóla, eldri borgara og/eða aðra listamenn í Grindavík. Menningar- og bókasafnsnefnd útvegar viðeigandi húsnæði til listviðburða ef þörf er á. Í lok starfstímabils skal bæjarlistamaður gera menningarnefnd stuttlega grein fyrir því á hvern hátt Grindvíkingar hafa notið listar hans á tímabilinu.

6. „Bæjarlistamaður Grindavíkur" skal láta nafnbótina koma fram sem víðast.

7. Gera skal skriflegan samning við bæjarlistamann

Reglur þessar samþykktar á fundi menningar- og bókasafnsnefndar þann 7. desember 2009.
Samþykkt af bæjarráði Grindavíkur þann 17. desember 2009.
Samþykkt af bæjarstjórn Grindavíkur þann 20. janúar 2010.

 

 

Grindavík.is fótur